
AFHROÐ CORBYNS?
06.04.2020
Í útvarpsfréttum á laugardag var okkur sagt að breski Verkamannaflokkurinn hefði kosið sér nýjan formann, Keir Starmer. Hann hefði hlotið 56% atkvæða og taki hann nú við af Jeremy Corbyn “sem sagði af sér eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningunum í desember.” Þetta höfum við fengið að heyra áður. Og þetta hafa Bretar oft fengið að heyra áður. Samanburður er sjaldnast rifjaður upp ...