Fara í efni

Greinar

LANDINN UM LAND ALLT

LANDINN UM LAND ALLT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.09.20. Fjölskylda með ung börn fer hringinn. Gistir hér og gistir þar, ekið inn í bæi og þorp, sveitir þræddar, firðir, fjöll og fossar skoðaðir, söfnin heimsótt; rætt um mannlífið í þaula. Í stuttu máli: Íslands notið í botn. Þannig var sumarfrí þorra landsmanna að þessu sinni af ástæðum sem við öll þekkjum.  Breiðafjarðarferjan leggst að bryggju á Brjánslæk. “Hér fæddust þríburar, þeir einu á Vestjörðum,” kvað tíu ára stúlka upp úr með og hingað kom Hrafna-Flóki. “Hvernig veistu það?”  ...
HERFILEG MISTÖK

HERFILEG MISTÖK

Fyrir fáeinum dögum hélt forseti Mannréttindadómstóls Evrópu til Tyrklands, suður til Istanbúl, Miklagarðs, sem áður hét, til að láta tyrkneska mannréttindabrjóta næla á sig heiðursmedalíu. Ég hef verið í talsvert miklum samskiptum við tyrknesk mannréttindasamtök og þá sérstakelga þau sem komið hafa að málum Kúrda sem hafa sætt grófum mannréttindabrotum, ofsóknum svo hrikalegum að orð fá þeim varla lýst.  Þessu hef ég ...
DAGBÓKARÞANKAR TIL (ANDLEGRAR) MELTINGAR

DAGBÓKARÞANKAR TIL (ANDLEGRAR) MELTINGAR

Skyldi Covid hafa breytt einhverju? Sennilega myndum við ekki vilja flytja inn leðurblökukjöt frá Wuhan? Þangað erum við þó komin. Sennilega. En næði það lengra en til leðurblökunnar ef samtök verslunar og EES vildu annað? Ég efast um það. Sjáum til hvað hin gera? Líklega verður þaning spurt. Það er vinnuregla hjarðarinnar:   Ef allir eru að gera það, þá ...
TILLAGA TIL AÐ BÆTA UMRÆÐU UM SJÁVARÚTVEGSMÁL

TILLAGA TIL AÐ BÆTA UMRÆÐU UM SJÁVARÚTVEGSMÁL

Var að lesa grein   Arnars Atlasonar , formanns   Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda,   sem birtist á   vísi.is   fyrir fáeinum dögum. Löngu tímabært er að fjölmiðlar endurskoði val á málsvörum sem kallaðir eru til álitsgjafar í fréttatímum um málefni sjávarútvegsins. Yfirleitt er farið í stærstu kvótaeigendurna eða samtök þeirra,   Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS.   Þeir eru spurðir um smátt og stórt sem snýr að útgerð á Íslandi. Álit þeirra er alltaf fyrirsjáanlegt: Allt sniðið að  hagmunum stórútgerðar og kvótakerfisns. Ekki er þetta alveg einhlítt sem betur fer. Fyrir nokkrum dögum ...
LÖGREGLUMÁL

LÖGREGLUMÁL

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29/30.08/09.20. Fyrir fáeinum dögum átti ég fróðlegt samtal við einn helsta forystumann lögreglumanna, fyrrum samstarfsmann frá þeim tíma sem ég gegndi formennsku í BSRB. Sitthvað bar á góma. Ósamið væri við lögreglumenn og liði hver mánuðurinn á fætur öðrum án kjarasamnings. Enn einu sinni stæðu lögreglumenn í þjarki við ríkisvald sem neitaði að virða eigin skuldbindingar um launaþróun stéttarinnar. Þá vék tali að óskemmtilegum fréttum sem nú berast ítrekað ...
SPRENGT Í AÐALDAL, 50 ÁRA HERHVÖT: UM HEIMILDARMYND OG GREINARSKRIF

SPRENGT Í AÐALDAL, 50 ÁRA HERHVÖT: UM HEIMILDARMYND OG GREINARSKRIF

Fyrir 50 árum og einum degi betur, hinn 25 ágúst 1970, var komið fyrir sprengju í stíflu sem var í byggingu við Laxá í Aðaldal í Þingeyjarsýslu.  113 lýstu verkinu á hendur sér. þar af voru 65 ákærðir.  Grímur Hákonarson , kvikmyndagerðarmaður gerði prýðilea heimildarmynd um þennan viðburð ...  Ævar Kjartansson , útvarpsmaður var í hópi þeirra sem voru ákærðir. Hann heldur upp á sjötugsafmæli sitt í dag. Var því nánast tuttugu ára þegar sprengt var. Til hamingju með afmælin tvö Ævar, þitt afmæli og aðgerðar ykkar til bjargar Laxá í Aðaldal! Margt gott hefur verið skrifað um þennan viðburð.   Björn Jónasson   lýsir honum sem herhvöt til varnar umhverfinu. Í grein hans sem ...
RÖDD SKYNSEMINNAR

RÖDD SKYNSEMINNAR

Um nýliðna helgi var Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í viðtali á Spengisandi Bylgjunnar hjá Kristjáni Kristjánssyni um strandveiðar. Í stuttu máli þá var umræðan afbragðsgóð. Mikilvægar spurningar komu fram og ígrunduð og upplýsandi svör. Yfirvegaður og rökfastur talaði Örn Pálsson, máli vistvænna veiða, huagsmuna sjávarbyggðanna, fjölbreyttara atvinnulífs, kjara sjómanna, nýtingar afla, verðmætasköpunar … Hans rödd var rödd skynseminnar þegar hann færði rök fyrir því að ...
ALLTAF OG ALLS STAÐAR?

ALLTAF OG ALLS STAÐAR?

Athyglisverð grein sem ráðherrar þróunaraðstoðar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi birtu sameiginlega í Fréttablaðinu í vikunni ... Þetta er mjög gott - svo langt sem það nær. Líka heitstrengingin í greininni en hún er svona: “Við, ráðherrar Norðurlandanna, trúum á menntun fyrir alla, alltaf og alls staðar. Allir í skólann!” ...
STYRKJUM SAMSTÖÐINA – ÞAKKIR GUNNAR SMÁRI !

STYRKJUM SAMSTÖÐINA – ÞAKKIR GUNNAR SMÁRI !

Þessi hér að ofan voru í umræðuþætti Samstöðvarinnar í kvöld. Öll voru þau góð. Ég var sammála þeim um margt, ekki allt, fremur en stjórnandanum Gunnari Smára Egilssyni. Auðvitað ætti mynd af honum að tróna hér yfir. Frá í vor hefur hann haldið úti umræðum á Samstöðinni sem risið hefur yfir flest sem flutt hefur verið annars staðar. Slíkir menn fá sjaldnast að njóta sannmælis. Ég vil að þeir geri það...
SENN ANDAR SUÐRIÐ SÆLA VINDUM ÞÝÐUM

SENN ANDAR SUÐRIÐ SÆLA VINDUM ÞÝÐUM

...  Nú mætti segja mér að Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, hefði orðið glaður, væri hann á meðal okkar, sæi hann hvað gera má með “vindum þýðum” fyrir land og þjóð, enda örugglega það sem hann átti við þegar hann kvað ...