Fara í efni

TAKK FYRIR SVARIÐ

 

Ekki set ég þessi orð á blað til þess að stðyja eða lasta einstaka stjórnmálaflokka heldur einvörðungu til stuðnings baráttu samtaka sem ég ber mikla virðingu fyrir: Samtökum áhugafólks um spilafíkn.. Ég vakti athygli á því í blaðagrein fyrir skömmu að samtökin hefðu óskað eftir svörum framboða til Alþingis hvort þau tækju undir kröfu samtakanna um að spilakössum verði lokað.
Við þessu brást Guðmunudur Ingi Kristinsson Flokki fólksins með afdráttarlausu svari nokkrum dögum síðar í blaðagrein. Lokum spilakössum hét hún.
Nú hafa svör flokkanna borist samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Athygli vekur að enginn núverandi ríkisstjórnarflokka styður lokun, Viðreisn virðir samtökn ekki svars, Píratar hafa ekki mótað stefnu í málinu (minna á að varaþingmaður flokksins, Sara Óskarsson, hafi beitt sér í málinu sem hún vissulega gerði). Allir aðrir stjórnmálalfokkar vilja loka spilavítunum og er það vel.
Dropinn holar steininn.  

Sjá svör stjórnmálalflokkanna:

https://vandinn.is/wp-content/uploads/2021/09/Samantekin-svor-vid-fyrirspurn-um-afstodu.pdf