Fara í efni

Greinar

SAMA LIÐIÐ KOMIÐ Á KREIK – FÁIR TIL VARNA FYRIR ALMENNING

SAMA LIÐIÐ KOMIÐ Á KREIK – FÁIR TIL VARNA FYRIR ALMENNING

Hvers skyldi áhættan hafa verið þegar einkavæðing bankanna var um garð gengin á fyrsta áratug aldarinnar og fjármálahrunið í kjölfarið? Svarið er einfalt. Hrunið bitnaði á samfélaginu og verst á þeim sem verst stóðu. Nú eru sömu álitsgjafar komnir á kreik og í aðdraganda hrunsins og stjórnmálamenn eru með nákvæmlega sömu formúleringar og áður. Það sem vantar er sú rödd sem á þeim tíma kom frá VG. Fínt sé að selja, nú sé komið svo gott regluverk, allt svo gagnsætt, heyrist einng úr þeirri átt. Hvað nákvæmlega er eiginlega verið að ...
ÞANKAR AÐ LOKNUM JÓLUM OG ÁRAMÓTUM

ÞANKAR AÐ LOKNUM JÓLUM OG ÁRAMÓTUM

Í Þrettándanum sem er í dag, lýkur jólum og héðan af verður tilfinningin ríkari með hverjum deginum sem líður að sól fari hækkandi á lofti  og daginn að lengja.  Birtutíminn hefur að sönnu verið að lengjast frá vetrarsólstöðum, 21. des­em­ber, en þann dag var sólin fjærst frá norður­póli jarðar á árinu, og fyr­ir vikið var þá stysti dag­ur árs­ins.  Það fer vel á því að lýsa heimilin og byggðirnar upp í myrkrinu um jólin og sjálfur játa ég ... Frá Washington berast nú fréttir af innrás í Bandaríkjaþing. Ógnvekjandi atburðarás gæti verið hafin sem ekki sér fyrir endann á ...
FRELSI MITT OG ÞITT GERT UPPTÆKT Í ÞÝSKLANDI

FRELSI MITT OG ÞITT GERT UPPTÆKT Í ÞÝSKLANDI

...  Nú bregður svo við að í dag berast þær fréttir að arabísk útgáfa af bókinni hefur verið gerð upptæk á flugvellinum í Düsseldorf í Þýskalandi.  Spurningin er sú hvort þetta séu mistök – það á eftir að koma í ljós. Hinu eru menn vanir að í þýskalandi séu samkomur til stuðnings Kúrdaleiðtoganum bannaðar. Það þekki ég af eigin raun ...
KRISTINN HRAFNSSON: MIKILVÆGUR SIGUR!

KRISTINN HRAFNSSON: MIKILVÆGUR SIGUR!

...  Ég hef fylgst með framvindu málsins og hef ég dáðst að staðfestu og dugnaði þeirra sem staðið hafa í innsta hring í vörn fyrir Julian Assange og þar með málfrelsið. Þar hefur verið í forystu Kristinn Hrafnsson, aðalritstjóri Wikileaks. Hann á lof skilið og hamingjuóskir!  Hér er slóð á athyglisvert viðtal við Kristin Hrafnsson í Kastljósi í kvöld ... 
ÁRAMÓTAÁVARP ARNARS

ÁRAMÓTAÁVARP ARNARS

Frábærar þóttu mér áramótahugleiðingar Arnars Atlasonar, formanns  Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda,   sem birtist á vefritinu Kjarnanum í árslok.   Þar er árið gert upp gagnvart sjávarútvegnum, horft til Namibíu- og Samherjamálsins, strandveiða, tilrauna sjávarútvegsráðherra til að kvótasetja grásleppuna, þeirrar staðreyndar að 8% af veiddum þorski, 50 – 55 þúsund tonn, eru flutt óunnin úr landi, skaðabótakröfu stórútgerðarinnar á hendur ríkinu og ... 
ÞANKAR Á MILLI JÓLA OG NÝÁRS

ÞANKAR Á MILLI JÓLA OG NÝÁRS

Fyrst játning til félaga minna í þjóðkirkjunni með smá formála þó.  Formálinn er þessi: Konan mín var svo heppin að fá gefins bókina um   Óðinn til lífsins.   Ég ber ábyrgð á því. Þessi bók fjallar um speki indíána um almættið. Þar segir á meðal annars ... Bjarni Benediktsson braut reglur sem hann sjálfur setti. Fyrir það hlýtur hann harða gagnrýni og sú gagnrýni hlýtur að teljast réttmæt.  En svo vindur málið upp á sig ...  
JÓLAKVEÐJA

JÓLAKVEÐJA

Ég sendi lesendum ogmundur.is hjartanlegar kveðjur á jólum. Myndina sem ég vel af þessu tilefni er af geisladiski þeirra Gerðar G. Bjarklind og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. Þennan disk spila ég gjarnan á aðventunni til hátíðabrigða enda vel staðið að lagavalinu!   Ragnheiður Ásta féll frá á árinu og er að henni mikil eftirsjá.   Gerður er hins vegar í fullu fjöri og þau okkar sem fylgdust með skemmtiþætti Baggalúts í Sjónvarpinu í vikunni sem leið sáu og heyrðu ...
HVERJIR GAGNRÝNA SVANDÍSI OG HVERS VEGNA?

HVERJIR GAGNRÝNA SVANDÍSI OG HVERS VEGNA?

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sætir nú gagnrýni og segir á forsíðu Morgunblaðsins “að nú hitni undir ráðherra”. Forsætisráðherrann “leitar að bóluefni”, segir blaðið og vísar í símtöl sem Katrín Jakobsdóttir hafi átt við aðskiljanlega aðila, þar á meðal Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Inni í blaðinu sjáum við síðan lyfjainnflytjendur bera sig illa og ...
STÓRKOSLTEG EIVÖR

STÓRKOSLTEG EIVÖR

...  Þó vil ég segja að KK og Ellen eru í mínum huga eins og englar þegar þau birtast með sinn fallega söng og útgeislun.  Sigríður Thorlacius er líka frábær, Megas orðsins maður par excellens, aðdáandi Pálma hef ég alltaf verið og verð.  Svo er það Baggalútur. Þeir eru í mínum huga sér á parti, stórskemmtilegir og húmorinn witty eins og enskumælandi menn myndu segja, það er í honum vit. Svo er þeirra húmor líka góðviljaður. Baggalútur hittir í mark án þess að meiða nokkurn. Húrra fyrir Baggalúti!  Svo þyrfti náttúrlega sér kafla um Benedikt Erlingsson ...
Saga um Sögu

Saga um Sögu

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.12.20. Ég er ekki hlutlaus þegar Hótel Saga er annars vegar. Ég reri nefnilega á heimasmíðuðum prömmum í grunni þessarar miklu byggingar þegar hún var í smíðum, sótti síðan böllin í Súlnasalnum, hátíðahöld og ráðstefnur í ótal salarkynnum gömlu Sögu og síðan viðbyggingum þegar þær komu til. Grillið var toppurinn! Og svo voru þetta höfuðstöðvar ...