LÁTIÐ REYNA Á ÍBÚALÝÐRÆÐI
07.11.2021
Birtist í helgarblaðí Morgunblaðsins 06/07.11.21.
Fyrir stuttu síðan gekk ég sem oftar út á Suðurgötuna í Reykjavík, geri það nær daglega. Þá sá ég að í graseyjuna á milli akreina götunnar höfðu verði grafnar holur með jöfnu millibili. Sú spurning vaknaði hvort verið gæti að til stæði að setja niður tré þarna? Þar sem ég hef mjög ákveðna skoðun á mikilfengleik og fegurð Suðurgötunnar ákvað ég að kanna hversu djúpt ristu yfirlýsingar borgarfulltrúa um grenndarkynningu, samráð og íbúalýðræði. Nú kann vel að vera að fyrir því sé almennur vilji að fá þarna ...