
BARÁTTUANDINN ÓLGAR
24.10.2005
Dagurinn í dag var stór dagur í jafnréttisbaráttu kvenna. Tugþúsundirnar, sem tóku þátt í fjöldagöngunni í Reykjavík og fjölsóttir baráttufundir um allt land undirstrikuðu samstöðu kvenna og þann ásetning þeirra að ná árangri í baráttu sinni fyrir jafnrétti.