
SKOÐAÐANAKÚGUN? EIGENDAVALD? FRÉTTABLAÐIÐ GERI HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM
02.02.2006
Guðmundi Magnússyni, fulltrúa ritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Þetta gerist í tengslum við aðrar hrókeringar þar sem nokkrir innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins fá lykilstöður á 365 miðlum, Ari Edwald, fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins orðinn forstjóri og Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins orðinn ritstjóri Fréttablaðsins.