
ÓBREYTT ÞJÓNUSTUTILSKIPUN EVRÓPUSAMBANDSINS YRÐI TILRÆÐI VIÐ VELFERÐARÞJÓÐFÉLAGIÐ
30.11.2005
Samtök launafólks í almannaþjónustu á Hinu evrópska efnahagssvæði (European Public Services Union) samþykkti á stjórnarfundi í Brussel í dag harðorð mótmæli gegn þeirri ákvörðun starfsnefndar Evrópuþingsins að mæla með því að öll almannaþjónusta skuli falla undir nýja þjónustutilskipun Evrópusambandsins.