Birtist í Morgunblaðinu 05.04.06."Það er merkilegur veruleiki að í byrjun 21. aldar er allgóð samstaða frá vinstri til hægri í stjórnmálum um að starfrækja ríkisútvarp.
Í dag var haldinn fjölmennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins. Lögfræðingur BSRB, Erna Guðmundsdóttir, fór yfir frumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og gengur út á að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Á fundinum flutti útvarpsstjóri , Páll Magnússon, einnig ávarp svo og ég sem sótti fundinn sem formaður BSRB. Fulltrúar BHM og Rafiðnaðarsambandsins sóttu einnig fundinn. Einkum voru það réttindamál starfsmanna sem voru til umræðu og gerðu starfsmenn Ríkisútvarpsins alvarlegar athugasemdir við frumvarp ríkisstjórnarinnar.
"BBC er, engu síður en heilbrigðiskerfið, inngróinn hluti af bresku þjóðlífi. BBC er ætíð til staðar og öllum til afnota, stöðugt að reyna að ná í hæstu hæðir gæða.
Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er stjórnarandstaðan á Alþingi gagnrýnd harkalega: Þar segir m.a. : "Stjórnarandstaðan á Alþingi er í málefnalegri kreppu.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra tjáði sig á Alþingi í gær um láglaunafólk á hjúkrunarstofnunum. Hann sagði að það væri við þær að sakast að halda fólki á lágu kaupi.
Í gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar rifið út úr menntamálanefnd Alþingis þrátt fyrir óskir nefndarmanna um ítarlegri umfjöllun og ábendingar um að veigamiklum spurningum væri ósvarað.
Okkur berast þær fréttir að formaður þingmannanefndar Íslandsdeildar NATÓ, hinn galvaski þingmaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hafi átt viðræður við "bandamenn" Íslands í NATÓ um mögulega aðkomu NATÓ að hervörnum Íslands eftir að Kaninn lýsti því yfir nú nýlega að hann ætlaði af landi brott með tól sín og tæki.