Ég gæti þess vegna svarað spurningunni strax og nefnt einstaklinga á borð við Þorstein frá Hamri eða Jóhönnu Kristjónsdóttur, góða talsmenn íslenskrar menningar, frjálsrar hugsunar; einstaklinga sem ég er sannfærður um að yrðu verðugir málsvarar Ríkisútvarpsins.
Félagar mínir í ASÍ hafa gert sig seka um sömu afglöp og iðulega henda hagvísindaspekinga svokallaða: Þeir tala í hagfræðilegum alhæfingum þegar þeir hvetja til "aðhalds í ríkisfjármálum".
Á vef CNN fréttastofunnar bandarísku segir nýlega frá dæmum af pyntingum, líkamlegum og ekki síður andlegum, í Guantanamo fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu.
Árni Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi íHafnarfirði, formaður starfsmannafélagsins þar og stjórnarmaður í BSRB, skrifar athyglisverðan pistil fyrir fáeinum dögum um "forvarnarstefnu" Akureyrarbæjar.
Það er svolítið sérstakt að koma inn á skrifstofur embættis Sáttasemjara ríkisins þessa dagana. Ein skrifstofuálman hefur frá því í vor verið lögð undir sýslunarmenn einkavæðingar Símans.
Auðvitað er það góðra gjalda vert að vilja bæta samgöngur í landinu. Það er hins vegar hægt að fara mismunandi leiðir að því marki og þá geta markmiðin með samgöngubótum verið mismunandi.
Það er mikil gæfa að Sighvatur Björgvinsson skuli ekki vera varðstjóri í lögreglunni í Edinborg. Hún glímir nú við tugþúsundir fólks sem þar er saman komið til að vekja athygli á fátækt og misrétti í heiminum í tilefni fundar forsvarsmanna voldugustu hervelda heimsins.