Fara í efni

Greinar

HLUTAFÉLAGAVÆÐING GEGN STARFSFÓLKI

Birtist í Morgunblaðinu 09.01.07.Þegar fram kom á Alþingi lagafrumvarp um að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir á Keldnaholti og rannsóknarstofa Umhverfisstofnunar yrðu sameinaðar og gerðar að hlutafélagi mótmælti BSRB þeim áformum á ýmsum forsendum.
FRÁBÆR STUND Í BOÐI UNGRA VINSTRI GRÆNNA

FRÁBÆR STUND Í BOÐI UNGRA VINSTRI GRÆNNA

Í dag efndu Ung vinstri græn til "sorgar- og minningarstundar" um það land sem fór forgörðum við Kárahnjúkavirkjun.

ER ÞAÐ STEFNA RÍKISSTJÓRNARINNAR AÐ BOLA FÓLKI ÚT ÚR STÉTTARFÉLÖGUM?

Birtist í Blaðinu 04.01.07.Um áramótin tók Matís ohf. til starfa. Það bar til tíðinda á fundi með starfsmönnum fyrir fáeinum dögum að Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður, lýsti því yfir að stjórn hins nýstofnaða hlutafélags vildi ekkert hafa með stéttarfélög að gera! Á fulla ferð aftur á bak Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart úr munni fyrsta formanns Félags frjálshyggjumanna, sem stofnað var undir lok áttunda áratugar síðustu aldar.

ATHYGLISVERÐ UMRÆÐA UM ÞJÓÐFÉLAG, STJÓRNMÁL OG FJÖLMIÐLUN

Nýlega hafa birst hér á síðunni athyglisverðar greinar um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um álitamál samtímans.
FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!

FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!

Getur einn fjölmiðill komist lengra í vesælmennsku en að efna til umræðu um liðið ár og það sem framundan er, með formönnum allra stjórnmálaflokka og þar með forsætisráðherra landsins, í boði álrisans Alcan! Þetta gerði Stöð 2 í gær í svokallaðri Kryddsíld.
HEIÐURSMAÐUR GEFUR ÍSLENSKA FÁNANN

HEIÐURSMAÐUR GEFUR ÍSLENSKA FÁNANN

Ég varð í gær þess mikla heiðurs aðnjótandi að taka við íslenska fánanum að gjöf frá Pétri Kristjánssyni, sem Reykvíkingum og landsmönnum mörgum er að góðu kunnur fyrir óeigingjörn störf um áratugaskeið.

ANDSTAÐA VIÐ STÉTTARFÉLÖG

Birtist í Fréttablaðinu 29.12.06.Einkavæðing hefur sjaldnast gengið áfallalaust. Þó er misjafnt hve klaufsk yfirvöldin eru við markaðsvæðingu opinberrar starfsemi.
VG OG HÖFÐUBORGARSVÆÐIÐ – TILLÖGUR UM UPPRÖÐUN  LÍTA SENN DAGSINS LJÓS

VG OG HÖFÐUBORGARSVÆÐIÐ – TILLÖGUR UM UPPRÖÐUN LÍTA SENN DAGSINS LJÓS

Vinstrihreyfingin grænt framboð mun nú fyrir áramótin skýra frá tillögum kjörnefndar til uppstillingar á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
SÓL Í STRAUMI MÆTIR ÁLJÖF MEÐ 10 MÁLEFNALEGUM RÖKUM

SÓL Í STRAUMI MÆTIR ÁLJÖF MEÐ 10 MÁLEFNALEGUM RÖKUM

Náttúruverndarsamtökin Sól í Straumi, sem beita sér gegn stækkun álvers Alcans í Straumsvík í Hafnarfirði og almennt í þágu náttúruverndar og heilbrigðrar skynsemi, brugðust við álgjöf Alcans með því að færa fulltrúum álrisans 10 röksemdir gegn stækkun álversins.
SÉRA GUNNAR FÓR TIL BETLEHEM

SÉRA GUNNAR FÓR TIL BETLEHEM

Ég sagði hér á síðunni að mér fyndist að prestar landsins ættu að bregða sér til Betlehem samtímans í jólapredikunum sínum, ekki láta sér nægja að bregða upp mynd af atburðum þaðan fyrir tvö þúsund árum.