Fara í efni

FLUGUMFERÐARSTJÓRAR GANGA Í BSRB

Félag flugum-
ferðarstjóra hefur fengið aðild að BSRB. Loftur Jóhannnson, formaður félagsins segir á heimasíðu BSRB að flugumferðar-
stjórar hafi í gegnum árin notið góðs af starfi BSRB, einkum á sviði lífeyrisréttinda og annarra réttinda opinberra starfsmanna og vilji af þeim sökum efla samtökin: “Það gildir að standa saman þegar barist er fyrir sameiginlegum hagsmunum.” Það er mikið ánægjuefni fyrir BSRB að fá flugumferðarstjóra inn í heildarsamtökin og verður tvímælalaust til að efla þau. Ávinningurinn er því beggja aðila. Félag flugumferðarstjóra hefur oft þurft að heyja erfiða baráttu, nú síðast þegar starfsvettvangur flugumferðarstjóra var hlutafélagavæddur um síðustu áramót. Sjá nánar HÉR.