Bændasamtökin tóku af skarið og úthýstu klámbisnismönnum, sem ætluðu að koma til ráðstefnuhalds hingað til lands til að leggja á ráðin um hvernig efla megi klámiðnaðinn í heiminum.
Hinn fyrsta mars lækkar verð á matvöru vegna lækkunar á virðisaukaskatti á matvæli niður í 7%. Nú er þessi skattur í tveimur þrepum, annars vegar 14% og hins vegar 24,5%, þannig að um verulega breytingu er að ræða.
Lögmannsstofan LOGOS heldur um þessar mundir upp á 100 ára afmæli sitt. fram hefur komið í fréttum að af þessu tilefni hafi verið undirritaður samningur á milli fyrirtækisins og Háskóla Íslands um að hið fyrrnefnda muni "kosta" stöðu lektors við lagadeild Háskóla Íslands næstu þrjú árin.
Stundum er eins og forsvarsmenn banka og fjármálastofnana neiti að kannast við sjálfa sig. Þeir draga upp mynd af lánum og lánskjörum sem almenningur og fyrirtæki kannast ekki við.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, skrifar einstaklega skemmtilega grein í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um fjármál og efnahagsmál.
Í dag var boðað til kynningar- og umræðufundar í Mosfellsbæ um fyrirhugaðar framkvæmdir í Helgafellslandi. Bæjaryfirvöld sem stóðu fyrir fundinum og kynntu áform sín en um þau hefur staðið styr.
Þegar rjúpnaskytta týnist eða ferðalangur – þá er kallað út fjölmennt björgunarlið og ekkert til sparað þar til hinn týndi er fundinn og tryggt að hann fái bestu aðhlynningu sem völ er á.