Fara í efni

STJÓRNARRÁÐIÐ ER EKKI FYRIRTÆKI


Ríkisstjórnin er - sem kunnugt er - staðráðin í því að setja í lög ákvæði þess efnis að hægt sé að gera breytingar á ráðuneytum og skáka starfsmönnum fram og tilbaka án þess að þurfa að auglýsa störfin eins og lög hafa hingið til kveðið á um. Þetta gerir ríkisstjórnin þvert á óskir heildarsamtaka launafólks innan almannageirans, BSRB og BHM.
Efnislega er þetta mál afleitt. Hitt er einnig umhugsunarefni að vilji og álit samtaka launafólks skuli að engu haft.
Það er engu líkara en ríkisstjórnin líti á Stjórnarráðið eins og hvert annað fyrirtæki og að það séu ráðherrarnir sem eigi það fyrirtæki. Þetta er mikill misskilningur. Stjórnarráðið er æðsta stjórnsýslustofnun landsins og um hana gilda sérstök lög. Þá eru í gildi lög um starfsmenn almannaþjónustunnar en í þeim er að finna ýmis ákvæði sem á sínum tíma var samið um í kjarasamningum. Auglýsingaskyldan er dæmi um atriði sem samtök launafólks hafa lagt ríka áherslu á að verja. Ástæðuna er m.a. að finna í greinargerð BSRB til Alþingis í tengslum við umrætt stjórnarfrumvarp. Eitt er víst. Þótt frumvarp ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga fer því fjarri að þetta mál sé þar með útrætt af hálfu heildarsamtaka launafólks.
Sjá nánar HÉR.