Fara í efni

Greinar

Frettablaðið

DYLGJAÐ UM HIÐ ÓSÉÐA

Birtist í Fréttablaðinu 09.08.10.. Nokkuð óvenjuleg grein birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð"!  Skrif mín lýsi „undarlegum" viðhorfum og veki „ónotatilfinningu" sem hafi „trúlega verið markmiðið." Anna Margrét er sjálfri sér samkvæm um að bregðast ekki við málefnalega og skilur hún lesendur, sem ekki þekkja skrif mín, eftir  í lausu lofti en með þá tilfinningu að ég hafi sagt eitthvað sem ekki megi segja.. Ég ætla í fullri hógværð að leyfa mér að halda því fram að skrif mín hafi verið málefnaleg og  leyfi ég mér að óska eftir viðbrögðum á slíkum nótum.. Málavextir eru í grófum dráttum þessir: Síðastliðinn fimmtudag birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu þar sem ég fjallaði um Ísland og Evrópusambandið.
ÞEGAR SIÐSAMLEGRI UMRÆÐU LÝKUR

ÞEGAR SIÐSAMLEGRI UMRÆÐU LÝKUR

Mikil viðbrögð hafa orðið við blaðagrein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar lagði ég út af orðum forseta framkvæmdanefndar Evrópusambandsins, Hermans Van Rompuy, í sama blaði 7.
MBL  - Logo

VIRKISTURN Í NORÐRI?

Ef Ísland sameinast Evrópusambandinu fjölgar íbúum um 0,07 prósent. Yfirráðasvæði sambandsins stækkar um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent.
ESB OG BLÓÐÞRÝSTINGURINN

ESB OG BLÓÐÞRÝSTINGURINN

Í morgun birti ég grein í Morgunblaðinu um ESB þar sem ég m.a. legg út af grein eftir forseta framkvæmdastjórnar ESB, Hermans Van Rompuy, sem birtist í sama blaði í byrjun maí-mánaðar.
AÐ HUGSA FYRST OG TALA SVO

AÐ HUGSA FYRST OG TALA SVO

Í gær sló fréttastofa RÚV því upp að meirihluti Alþingis myndi leggjast gegn öllum áformum um að koma þurfandi bönkum til aðstoðar ef tillögur kæmu fram um slíkt.
ÞURFUM BANKAKERFI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á

ÞURFUM BANKAKERFI SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA Á

Svo er að skilja á fréttaumfjöllun að ég, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum VG, muni ekki ljá máls á því að setja meira fjármagn inn í bankakerfið því til bjargar ef til þess þyrfti að koma og er í þessu efni  stuðst við yfirlýsingar sem ég gaf fyrir skömmu á Bloomberg vefnum.
VATNIÐ OG SÞ: MIKILVÆG TÍMAMÓT

VATNIÐ OG SÞ: MIKILVÆG TÍMAMÓT

Skýringar eru misvísandi á því hvers vegna mörg ríki, þar á meðal Ísland, hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum, um að tryggja vatn sem mannréttindi.
HVERS VEGNA STÓÐ ÍSLAND EKKI MEÐ MANNRÉTTINDUM?

HVERS VEGNA STÓÐ ÍSLAND EKKI MEÐ MANNRÉTTINDUM?

Ísland sat hjá við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum um hvort líta beri á vatn sem mannréttindi. Talsmenn utanríkisráðuneytisins bera við skýringum sem eru í senn lítt skiljanlegar og ótrúverðugar.
STYRMIR OG FORSENDUR SJÁLFSTÆÐIS

STYRMIR OG FORSENDUR SJÁLFSTÆÐIS

Í bréfi til síðunnar vekur Ólína athygli á grein eftir Styrmi Gunnarsson, fyrrum Morgunblaðsritstjóra sem birtist  í Sunnudags-Mogga um síðustu helgi undir fyrirsögninni Magmadeilan snýst um grundvallaratriði.. Ólína tengir umfjöllun Styrmis uppgjöri hans við liðinn tíma og beinir þeirri spurningu til mín hvort í viðhorfum hans kunni að leynast vegvísir til uppgjörs í flokkakerfinu sem og „í siðferði atvinnulífsins." . Þessu er til að svara að ég tel það markverðast við uppgjör Styrmis Gunnarssonar hve framtíðarmiðað það er.
Fréttabladid haus

ÞAÐ VAR GERT BERGSTEINN

Birtist í Fréttablaðinu 27.07.10.. Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magmainnrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu "en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður.."  En það var gert Bergsteinn.