Fara í efni

Greinar

Gamli og hafið 1

LISTAMAÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Kannski er ekki við hæfi að segja að listamaður sé óborganlegur. Það á þó við um Bernd Ogrodnik, leikbrúðuhönnuð með meiru.
Mgginn - sunnudags

HVAÐA EIGNARRÉTTUR?

Birtist í Sunnudagsmogganum 26. 05. 2012. Í stjórnarskrá Íslands er eignarrétturinn talinn til grunnréttinda: Mannréttinda.
DV

ATKVÆÐAGREIÐSLA UM RÍKISSTJÓRNINA, EKKI ESB

Birtist í DV 25.05.12.. Á fimmtudag fór fram viðmikil atkvæðagreiðsla á Alþingi um hvort skjóta ætti til þjóðarinnar tilteknum spurningum sem unnar voru úr tillögum Stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.
ASATRU og sjóður um þyrlukaup

ÁSATRÚARFÉLAGIÐ OG ÓSKABARNIÐ

Landhelgisgæslan hefur stundum verið kallað óskabarn þjóðarinnar. Það er réttnefni. Ásatrúarfélagið sýndi velvilja sinn í garð þessa óskabarns okkar fyrir skömmu með því að afhenda tvær milljónir í sjóð sem þar með var stofnaður til að aðstoða við þyrlukaup.
Petursborg 1

LAGARÁÐSTEFNA Í PÉTURSBORG UM ÖRYGGI - OKKAR ALLRA

Síðari hluta liðinnar viku sat ég alþjóðlega lagaráðstefnu í Pétursborg í Rússlandi (Legal International Forum).
Jóhann Ársælsson 2

HANN NJÓTI SANNMÆLIS!

„Það á ekki að vinna gegn starfsmöguleikum fyrrverandi þingmanna að þeir hafi setið á Alþingi. En það er alveg ljóst að Jóhann Ársælsson hefði aldrei verið skipaður stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs ef hann hefði ekki verið í Samfylkingunni og vinur ráðherrans.
askja II radstefna

UMRÆÐA VAKIN Í ÖSKJU, SLEGIN AF Á EYJU!

Í gær ávarpaði ég í Öskju, ráðstefnu sem Edda- öndvegissetur stóð að ásamt Institute of Advanced Studies in the Social Sciences í Paris (EHESS), Reykjavíkurborg, Háskólanum á Bifröst, Hugvísindasviði Háskóla Íslands og franska sendiráðinu á Íslandi og Innanríkisráðuneytinu.. Á vef Innanríkisráðuneytisins var viðfangsefni ráðstefnunnar lýst með þeim orðum að fjallað væri um lýðræði og íslenska stjórnlagaráðið/þingið, áhrif efnahagskreppunnar á kynjajafnrétti og velferðarkerfið og pólitískar, samfélagslegar og menningarlegar tilraunir til að glíma við afleiðingar hrunsins og kreppunnar á Íslandi og erlendis.
Huang Nubo

LANDVINNINGAR?

Kínverskur auðmaður vill fá yfirráð yfir landi í fjarlægum heimshluta, reisa 20 þúsund fermetra mannvirki og flugvöll.
herðubreið 1

HRÓSAR HAPPI - EN OF SNEMMA?

Auðjöfurinn Huang Nubo sem er í forsvari fyrir kínversku fjárfestingasamsteypuna sem vill fá afnotarétt yfir Grímsstöðum á Fjöllum til að reisa þar 20 þúsund fermetra hótelhúsnæði  og gera flugvöll á svæðinu til að fljúga með túrista til að njóta einsemdarinnar í Herðubreiðarlindum, hrósar nú happi yfir því að innanríkisráðherra Íslands sé ekki í færum (lengur) til að eyðileggja áform sín.
skagafj.1

Á SÆLUVIKU Á SAUÐÁRKRÓKI

Ræða í Sauðárkrókskirkju 30. 04.12.. Mágkona mín var í sveit í Skagafirði upp úr miðri öldinni sem leið og á þaðan góðar minningar.