SAME OLD TORIES?
28.10.2011
Í vikunni sem leið hitti ég í London, þjóðfélagsrýninn Brendan Martin. Hann er fræðimaður, mörgum Íslendingum að góðu kunnur; kom hingað til lands í boði BSRB fyrir nokkrum árum til að ræða um skipulag opinberrar þjónustu og var erindi hans gefið út í örbæklingi á vegum bandalagsins.