Fara í efni

BIÐJUM UM STUÐNING Í KRAGA

Ögmundur og Rósa
Ögmundur og Rósa

Alþingiskosningar 2013 eru hafnar. Ég býð mig fram í Suðvestur-kjördæmi, Kraganum. Hann tekur yfir Seltjarnarnes, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ ,  Álftanes, Mosfellsbæ og Kjós. Skoðanakannanir benda til þess að fylgi flokka sé sveiflukennt.
Ég býð mig fram undir merkjum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem ég hef gert allar götur frá stofnun þeirrar hreyfingar árið 1999. Í skoðanakönnunum hefur fylgi VG sveiflast mjög og hef ég verið úti og inni í þessum könnunum. Í síðustu könnun náði ég hins vegar inn og einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem skipar annað sæti listans í Suð-vesturkjördæmi. Það væri ánægjulegt ef Rósa Björk næði kjöri í kosningunum á morgun.
Til að svo megi verða biðjum við um ykkar stuðning!