Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði. Hann er líka varaþingmaður Samfylkingarinnar. Í þriðja lagi er Baldur andheitur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið.
„Um 500 manns eru nú í draugaferð um Flóann á vegum Guðmundar Tyrfingssonar á Selfossi en tilefnið er að nú eru 10 ár frá því að fyrsta draugaferðin var farin með Þór Vigfússyni sagnameistara, sem hefur verið leiðsögumaður í ferðunum frá upphafi.
Í dag lauk tveggja daga flokksráðsfundi VG í Hagaskóla sem ályktaði gegn niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Meirihluti flokksráðs taldi að þetta væri unnt að gera án þess að hnika til fjárlagarammanum.
Í gær efndi Reykjavíkurfélag VG til opins málþings um heilbrigðisþjónustuna. Frummælendur voru Vigdís Hallgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítala, Þorbjörn Jónsson, formaður Læknaráðs Landspítala, Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir á Selfossi, Ásgeir Böðvarsson forstöðulæknir á Húsavík og Dóra Hlín Gísladóttir, verkfræðingur á Ísafirði.
Í fréttum er nær daglega sagt frá ótrúlegri svikamyllu íslenskra fjármálamanna sem höfðu fé af fólki og fyrirtækjum innan lands og utan með kunnum afleiðingum: Hruni íslenska fjármálakerfsins og í kjölfarið efnahagslegum þrengingum sem ekki er séð fyrir endann á.
Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins hefur vakið athygli fyrir skrif sín á undanförnum mánuðum. Athyglisverðast þótti mér uppgjör hans við fortíð sína í pólitík og reyndar miklu meira en það: Uppgjör hans við pólitík Kaldastríðsáranna, grimma flokkshugsun þess tímabils og forræðishyggju.
Birtist í Morgunblaðinu 13.11.10. Ég hitti nokkra félaga mína úr verkalýðshreyfingunni nýlega, hýra og glaða í bragði, enda nýkomnir úr samkvæmi þar sem samningamenn Íslands við ESB höfðu verið að „hrista sig saman".
Ávarp á Kirkjuþingi í Grensáskirkju. . Íslenskt þjóðfélag tekur örum breytingum. Þær breytingar endurspeglast á meðal annars í viðhorfum til trúarbragða og stofnana sem þeim tengjast.