Birtist í Fréttablaðinu 01.09.08.. Samfylkingin undirbýr nú undanhald í húsnæðismálum. Svik myndi einhver kalla það eftir allar heitstrengingarnar um að ekki verði hróflað við Íbúðalánasjóði.
Á Íslandi vofir yfir kreppa. Kreppa sem vonandi er hægt að afstýra. Ástæðan fyrir þessari kreppu er gegndarlaust fjárfestingarbrask manna sem fengið hafa eignir þjóðarinnar á silfurfati; manna sem hafa skuldsett íslenska þjóðarbúið meira en dæmi eru um í sögunni; manna sem sýnt hafa fullkomið ábyrgðarleysi alltaf þegar ábyrgðar var þörf.
Birtist í DV 27.08.08.. Um eftirlaunalögin svonefndu eru tvenn sjónarmið á Alþingi. Annars vegar að gera eigi einhverjar breytingar á lögunum „til að sníða af þeim verstu annmarkana" eins og þau orða það gjarnan þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Geir H.
Í gærkvöldi var kveikt á kertum við kínverska sendiráðið í Reykjavík til að minna kínversk stjórnvöld á að heimurinn fylgist með mannréttindum í Tíbet.
Yfirskriftin er eignuð Thor Vilhjálmssyni, rithöfundi í Fréttablaðinu í dag. Tilefni orða Thors var sigurganga íslenska landsliðsins í handbolta á Olympíuleikunum í Kína.
Á sunnudagskvöld klukkan 20 verður samkoma í Salnum í Kópavegi til stuðnings flóttamönnum frá Tíbet. Fjöldi listamanna kemur þar fram og er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna á þessa styrktartónleika.
Nú lýkur senn Olympíuleikunum að þessu sinni. Baráttufólk fyrir mannréttindum hefur ötulega unnið að því að vekja athygli á mannréttindabrotum sem framin eru innan landamæra Kína og hefur sjónum ekki síst verið beint að Tíbet.