Á morgun fylli ég 60 ár og hef ákveðið að efna til afmælishófs fyrir vini og velunnara af því tilefni. Þetta geri ég undir bláhimni við götuna mína, Grímshagann í Reykjavík.
Birtist í Morgunblaðinu 10.07.08.. Það er umhugsunarvert að í flestum almennum atkvæðagreiðslum sem efnt hefur verið til innan Evrópusambandsins um málefni sem því tengjast hefur myndast gjá á milli almennings og þess sem kalla má stofnanaveldisins.
Birtist í Fréttablaðinu 10.07.08.. Já, hvað skyldi þurfa til svo taka megi einn þingmann alvarlega? Sú spurning vaknaði hjá leiðarahöfundi Fréttablaðsins þegar undirritaður skrifaði blaðagreinar þar sem velt var vöngum yfir því hvort samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði væri farinn að ganga svo gegn lýðræðinu að íhuga bæri hvort við ættum að segja okkur frá honum.
Nýlega bárust fréttir af uppsögnum starfsmanna í RÚV ohf. Þessu mótmælti Svanhildur Kaaber, sem sæti á í stjórn stofnunarinnar fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Birtist í 24 stundum 08.07.08. Ekki hef ég nokkurn skapaðan hlut á móti henni Petyu Koeva. Það væri ekkert annað en ánægjuefni að fá hana til Íslands ef ekki væri fyrir árásir hennar á láglaunafólk, aldraða og öryrkja.
Birtist í Morgunblaðinu 02.07.08.. Ég var í hópi þeirra sem voru andvígir samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði, EES, þegar honum var þröngvað í gegnum Alþingi árið 1993.
Birtist í DV 02.07.08.. Þegar svo er komið að forsætisráðherra þjóðarinnar líkir gagnrýninni fréttamennsku við dónaskap, einsog gerðist nýlega, og þegar umhverfisráðherra segist ekki leyfa myndatökur af ísbjarnarhræi því þær gætu reynst óþægilegar, þá erum við komin nálægt því sem á góðu máli heitir ritskoðun.
Birtist í 24 Stundum 02.07.08.. Ágætur kunningi minn sagði nýlega að sér þætti merkilegt að nú þegar Kalda stríðinu er lokið, Berlínarmúrinn orðinn að molum í bréfapressum á borðum heldra fólks, Kaninn farinn heim til sín, og friður hefur brotist út a.m.k í okkar heimshluta, þá taki Samfylkingin sig til og stofni her- og varnarmálaráðuneyti og leyniþjónsutu í lokuðu rými á Miðnesheiði.