
BANKAR OG SPARISJÓÐIR: ÁBENDINGAR OG VARNAÐARORÐ
04.08.2008
Miklar hræringar eru í fjármálalífi þjóðarinnar. Í mjög svo umhugsunarverðu bréfi sem Ólína birti hér á heimasíðunni fyrir skemmstu undir fyrirsögn þar sem spurt er hvort engin viðurlög séu við því að eyðileggja efnahagskerfi þjóðar, rekur hún afleiðingar þess að fjármálakerfið var einkavætt og þar komust til valda „menn sem höfðu takmarkaða þekkingu á alþjóðlegum bankaviðskiptum" en „ áttu innhlaup hjá okurlánurum heimsins og slógu þar lán til hægri og vinstri.