Ekki hefur verið allt sem sýnist í umræðunni um húsnæðismál á undanförnum árum. Engum hefur þó dulist að bankarnir hafa reynt án afláts að grafa undan Íbúðalánasjóði til þess að komast yfir húsnæðismarkaðinn.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og þá einnig hér á þessari heimasíðu, flutti Allyson Pollock, prófessor við háskólann í Edinborg í Skotlandi, afar lærdómsríka fyrirlestra í Íslandsheimsókn sinni undir síðustu mánaðamót.
Með ánægjulegustu samkomum sem ég sæki eru hinar árlegu Menningarhátíðir BSRB í Munaðarnesi. Þar rekur bandalagið stærstu orlofsbyggð verkalýðshreyfingarinnar í landinu ásamt þjónustumiðstöð.
Á morgun verður haldin hin árlega Menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi í Borgarfirði. Menningarhátíðin, sem hefst klukkan14, er haldin í tilefni þess að opnuð er sýning á málverkum Soffíu Sæmundsdóttur, myndlistarkonu.
Ég hef alltaf fagnað því þegar kröftugir boðberar stjórnmálahugmynda koma hingað til lands með sinn boðskap; fólk sem örvar hugann og efnir til gagnrýninnar umræðu um viðfangsefni samtímans.. Gildir þá einu þótt þeir séu á öndverðum meiði við mínar skoðanir.
Styrmir Gunnarsson er ekki lengur ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hefur látið af störfum fyrir aldurs sakir. Skrítið, kornungur maðurinn. Þegar Styrmir kvaddi flutti hann athyglisverða ræðu.