Lárus Welding, bankastjóri Glitnis sat fyrir svörum í drottningarviðtali ní Silfrinu hjá Agli Helgasyni í dag. Lárus var brattur og vel fór um hann í sæti sínu.
Eftirfarandi er viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við ÖJ í Morgunblaðinu 20.09.08.:. . Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna og formaður BSRB, hefur mjög látið til sín taka á hinu pólitíska sviði á undanförnum vikum og hvergi dregið af sér í gagnrýni á ný sjúkratryggingalög heilbrigðisráðherra sem hann segir skref í átt að einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á fundi sjálfstæðismanna í Valhöll fyrir viku, að hann teldi að ekki hefði verið hægt að koma breytingum á lögum um sjúkratryggingar í gegn í annarskonar stjórnarsamstarfi en því sem nú er milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Birtist í Morgunblaðinu 17.09.08.. Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 14. september er fjallað um heilbrigðiskerfið undir fyrirsögninni Tækifæri til breytinga í heilbrigðismálum.
Dagskrárgerð þarf ekki að vera kostnaðarsöm til að vera áhugaverð. Hvers vegna finnst mér Kilja Egils Helgasonar vera gott sjónvarpsefni? Sennilega er margt sem veldur: Viðfangsefnið skemmtilegt; bókmenntir og áhugavert fólk, stundum kynlegir kvistir, efnistökin í senn örugg og afslöppuð og útkoman því góð.
Tryggvi Þór Herbertsson, ráðgjafi Geirs H. Haarde, kom fram í Kastljósi í kvöld og sagði að alls ekki mætti aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarsjóði.
Í viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Björn Ingi Hrafnsson að „sá misskilningur hefði verið uppi" hér á landi að aðskilja bæri viðskiptabankana og fjárfestingarbankana.
Þeir sem mest eiga undir því að engin breyting verði gerð á eftirlaunalögunum svokölluðu - lögunum, sem kveða á um lífeyrisréttindi þingmanna, „æðstu" embættismanna og ráðherra - eru hinir síðastnefndu.
Í vikunni voru samþykkt lög um nýja sjúkra- og innkaupastofnun á sviði heilbrigðismála. Lögin hafa verið gagnrýnd á þeirri forsendu að með þeim sé stigið afgerandi skref í þá átt að færa heilbrigðisþjónustu landsmanna inn í viðskiptaumhverfi.
Síðustu tvo áratugina tæpa hefur gengið yfir mikil einkavæðingarbylgja. Fyrst í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, síðan í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og nú loks í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.