17.02.2008
Ögmundur Jónasson
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag tekur á mikilvægu álitamáli, annars vegar framkomu stjórnenda stórfyrirtækja, himinhá laun og kaupréttarsamningar þeim til handa og hins vegar réttarstöðu annarra hluthafa („almenningshlutafélag er ekkert annað en sameign þeirra, sem eiga hluti í því") og í því samhengi skyldum sem hvíli hjá löggjafanum hinum smáa hluthafa og samfélaginu til varnar gegn ásælni hinna stóru gráðugu hluthafa og starfsmanna sem koma inn í fyrirtækin á þeirra forsendum.