Hvert sæti var skipað á efri hæðinni í Iðnó í gærvöld þegar ég sagði frá ferð minni til Palestínu í síðustu viku til að safna liði til stuðnings baráttufanganum Balil Kayed, sem nú hefur verið hátt í 70 daga í mótmælasveiltii.
Um helgina tók ég þátt í umræðu í tveimur þáttum á ljósvakanum og var í báðum þáttum fjallað um jöfnuð og jafnrétti, annars vegar í kjaralegu tilliti og hins vegar kynbundnu.
Í kvöld klukkan 20 efnir féagið Ísland Palestína til fundar í Iðnó í Reykjavík, þar sem ég mun koma á framfæri ákalli baráttufangans Bilals Kayed, honum og öðrum pólitískum föngum til stuðnings.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.08.16.. Í réttarríki hlítum við niðurstöðum dómstóla. Í þeim skilningi deilum við ekki við dómarann eins og stundum er sagt.
Yfirlýsing ad hoc nefndar fyrir Bilal Kayed og gegn beitingu stjórnsýsluvarðhalds, í Palestínu 14. - 16. ágúst 2016. Við undirrituð, þingmenn og stjórnmálafólk frá þremur ólíkum Evrópulöndum, svöruðum neyðarbeiðni frá mannréttindasamtökum og samþykktum að taka þátt í Ad hoc alþjóðlegri sendinefnd til Palestínu til stuðnings kröfunni um að Bilal Kayed verði þegar í stað látinn laus.
Á öðrum degi heimsóknar fjögurra manna þingmannanefndar til Palestínu - fyrri degi eiginlegrar heimsóknar - hittum við fulltrúa mannréttindasamtaka i höfuðborginni Ramallah.