
KLÍNIKIN ehf. SEGIST VILJA MEIRA AF SKATTFÉ OKKAR - ANDSTAÐA GEGN ÞVÍ HLJÓTI AÐ VERA ÓMÁLEFNALEG!
26.11.2016
Í Morgunblaðinu á föstudag birtist frétt vikunnar. Í þessari frétt segir framkvæmdastjóri í nýju ( óðum þó að festa sig í sessi) einkareknu sjúkrahúsi í Reykjavík, sem ber heitið Klíníkin Ármúla ehf., að Landspítalinn sé aðþrengdur fjárhagslega og ekki meira á hann leggjandi.