Birtist í Morgunblaðinu 30.01.17.. "Ef fordómum í garð einkarekstrar væri ýtt til hliðar mætti leysa margan heilbrigðisvanda", segir í leiðara Morgunblaðsins, sl.
Um áramótin birtist við mig viðtal í Viðskiptablaðinu sem ég hef ekki sett inn á síðuna fyrr en nú. Viðtalið er all ítarlegt og víða komið við í innlendum og erlendum stjórnmálum.
Hver er skýringin á því að Viðskiptaráð kemur aftur og ítrekað fram með skýrslur og ábendingar sem eru gersamlega úr takti við það sem flest fólk kallar heilbrigða skynsemi? . . Nýjasta afrekið fjallar um húseiginir ríkisins sem skýrsluhöfundar Viðkiptaráðs hvetja til að verði allar seldar.
Í morgun sendi BSRB frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að heilbrigðisráðherra íhugi að veita Klínikkinni, spítala, sem er einkarekinn í hagnaðarskyni, starfsleyfi.
Hádegisfundurinn í Iðnó í gær var á marga lund vel heppnaður. Viðbrögðin voru á þann veg. Hann var vel sóttur, á annað hundrað manns og ágæt blanda af fólki, ungir og aldnir, úr ýmsum starfsstéttum og viðhorfin mismunandi. . . Hvort á að ráða fjármagnið eða lýðræðið?. . Umræðuefnið var togstreitan á milli fjármagns og lýðræðis eins og hún birtist í alþjóðviðskiptasamningum - GATS; TISA; TTIP; TPP; CETA .
Í fjölmiðlum er nú sagt frá því að við stjórnarmyndunarborðið ræði menn uppstokkun ráðuneyta. Hvers vegna? . . Skilja má að með fjölgun ráðuneyta verði auðveldara að finna fleiri áhugasömum ráðherraefnum samastað í Stjórnarráðinu.