Fara í efni

HVATNING!

Ögmundur Þór 2017
Ögmundur Þór 2017

Mig langar til að hvetja ykkur að koma á tónleika Ögmundar Þórs Jóhannessonar í Hannesarholti, laugardaginn 1. apríl klukkan 20.

Það er ekki vegna þess að Ögmundur heitir sínu ágæta nafni sem ég er með þennan áróður heldur vegna þess að enginn sem kemur á tónleika þessa gítarsnillings verður af því svikinn. Það leyfi ég mér að fullyrða.

Eins og sjá má á slóðinni hér að neðan á hann þegar glæsilegan feril að baki, hæstu einkunnir í þeim tónlistar menntastofnunum sem hann hefur sótt og síðan glæsilegan feril sem tónlistarmaður. Hefur hann borið hróður tónlistarinnar víða um lönd og þá einnig íslenskrar tónlistar.

Á midi.is sem m.a má nálgast á slóðinni hér fyrir neðan er hægt að kaupa miða. Eflaust er hægt að nálgast miða líka með öðrum hætti en ég hef grun um að tónlistarfólki og Hannesarholti sé greiði gerður með því að kaupa miðana fyrirfram svo ekki sé rennt alveg blint í sjóinn hvað aðsókn snertir. Og aðsóknin skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir listafólk sem býr við ótryggan fjárhag!

Síðan er það lítil en skemmtileg rúsína í pylsuendanum. Til að fullkomna kvöldið mun vera hægt að panta léttan málsverð í Hannesarholti gegn sanngjörnu verði. En það er önnur saga en ágæt þó!

Hér er slóðin á midi.is.