TÖFRAHESTURINN GLÓFAXI OG MÁTTUR LISTAMANNS
07.02.2017
Það kemur fyrir að ég lesi fyrir barnabörnin mín. Fyrir nokkrum kvöldum las ég fyrir dótturson minn ungan, ævintýri sem gerðist fyrir löngu síðan „lengst inni í Rússlandi" og fjallaði um malara og syni hans, töfrahestinn Glófaxa og ævintýri í konungshöllinni.