Fara í efni

MATVÆLAÖRYGGI RÆTT Í ÞINGBORG: ALLIR VELKOMNIR!

fersk matvæli 2
fersk matvæli 2

Á fundinum, sem hefst klukkan hálf níu, fimmtudagskvöldið 18. maí, flytja sérfræðingar í fremstu röð erindi og gera grein fyrir þeim hættum sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landsins.

Karl G. Kristinsson prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, spyr: „Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum?

„Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ber að verja
," er heitð á fyrirlestri  Vilhjálms Svanssonar dýralæknis og veirufræðings á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Þessi fundur á erindi við alla. Hann er í reynd hinn sami og var haldinn í febrúar í Iðnó og síðar á Húsavík og Akureyri. Hann á erindi við alla landsmenn og þá ekki síst inn í sjálft hjarta íslenskrar landbúnaðarframleiðslu á Suðurlandi. Fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar á Selfossi og einnig Hellu, Hvolsvelli og enn austar er ekki langt að fara í Þingborg, rétt austan við Selfoss til að sækja þennan fund!
Allir eru velkomnir og kærkomnir.