Gamalkunnur kórsöngur heyrist nú kyrjaður um kröfu til einkavæðingar almannaþjónustunnar. Að þessu sinni er forsöngvarinn fyrirtækið Gamma og sakna ég þess að hafa ekki r aftan á heitinu til að minna okkur á frekjufjárfesta sem vilja næra sig í öruggu umhverfi skattgreiðenda.
Ákvörðun Kajararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands með heljarstökki hefur vakið mikil viðbrögð, sem eru þó af ólíkum rótum runnin.
Eftir þessar kosningar hefur pólitíkin í íslenskum þingsal færst langt til hægri. Við sem héldum að hinn pólitíski pendúll væri að byrja að snúa aftur til vinstri-félagshyggju höfðum rangt fyrir okkur því nú tók hann afturkipp til hægri-sinnaðrar sérhyggju.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29/30.10.16.. Ég held að ekki hafi verið fluttar margar lélegar ræður á Alþingi á nítjándu öld og að hið sama hafi átt við um fyrstu áratugi hinnar tuttugustu aldar.
Veikleika fyrirhrunsáranna má að einhverju leyti rekja til veikleika Alþingis. Þetta var á meðal þess sem ráða mátti af rannsóknarskýrslu sem unnin var fyrir þingið um fall sparisjóðanna og kom síðan inn á vinnsluborð Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Fékk fallega hringingu frá góðum vini í gærkvöldi þegar ég var í þann veginn að festa svefn austur í Chisinau, höfuðborg Moldóvu - þremur klukkutímum á undan okkur í tímanum - en þar er ég að sinna kosningaeftirliti í forsetakosningum sem fram fara á sunnudag.
Mig langar til að vekja athygli lesenda á tónleikum þeirra Judith Ingólfsson, fiðluleikara og Vladimir Stoupel, píanóleikara, en þau koma hingað frá Berlín, til að flytja okkur tónlist eftir Fauré, Vierne og Rudi Stephan.í Sal Norræna hússins þriðjudaginn, 25.