Fara í efni

BLAÐAMANNAFÉAGI ÍSLANDS AFHENT SKÝRLSA IMRALI NEFNDAR

BÍ afhent skýrsla
BÍ afhent skýrsla

Eins og greint hefur verið frá var ég í sendinefnd sem hélt til Tyrklands 13. febrúar sl. og dvaldi í landinu til 19. þess mánaðar. Sjá m.a., https://www.ogmundur.is/is/greinar/i-godum-felagsskap-vid-illar-adstaedur-i-tyrklandi.

Nefndin var kennd við Imrali eyju þar sem Öcalan, leiðtoga Kúrda, hefur verið haldið í einangrunarfangelsi síðan 1999. Í nefndinni voru stjórnmálamenn, fræðimenn, fréttamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum úr ýmsum áttum.

Nefndin átti fundi með einstaklingum og samtökum, fjölmiðlafólki og stjórnmálamönnum, lögfræðingum  sem starfa á sviði mannréttindamála, og fjölda annarra. Auk þess var nefndin viðstödd pólitísk réttarhöld.

Imrali sendinefndin hefur nú birt skýrslu sína og hef ég fyrir hönd hennar afhent formanni Blaðamannafélags Íslands skýrsluna enda fjallar hún m.a. um aðför tyrkneskra stjórnvalda að frjálsri fjölmiðlun.

Hér er fréttatilkynning BÍ um skýrsluna og síðan slóð á sjálfa skýrlsuna: http://www.press.is/index.php/felagidh/frettir/3882-bi-faer-afhenta-skyrslu-mum-mannrettindi-i-tyrklandi