Fara í efni

KALLAÐ EFTIR AUKINNI HEIMAÞJÓNUSTU!

Heiða og Gunnar Alexander
Heiða og Gunnar Alexander

Gunnar Alexander Ólafsson
, heilsuhagfræðingur og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, skrifa sameiginlega grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni: Aukum og samþættum heimaþjónustu.

Í niðurlagi greinarinnar segir m.a. að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður."

Undir þetta skal tekið. Valið, sem greinarhöfundar benda réttilega á að þurfi að vera fyrir hendi, er hins vegar ekki til staðar nema í orði!

Úr því þarf að bæta og það þolir enga bið.

Það þarf meira fjármagn í þennan málaflokk og fleira fólk til þessara starfa. Að mínu mati eiga þetta að vera vel launuð störf því þau eru mjög krefjandi.

Ef erfitt reynist að fá fólk til þessara starfa, til dæmis yfir sumartímann þegar afleysingaþörfin eykst, þá þarf að fara að dæmi Svía sem mér er sagt að hækki þá launin, alla vea tímabundið, þar til eftirspurninni er svarað.

Grein þeirra Gunnars Alexanders og Heiðu Bjargar er upplýsandi og þakkarverð. Hana má lesa hér: http://www.visir.is/g/2017170529730/aukum-og-samthaettum-heimathjonustu-