Fara í efni

LAUNAFÓLK HLUNNFARIÐ?

Vistarband - öj
Vistarband - öj

Sveinn Elías Hansson skrifar athygllisverða grein á heimasíðu mína um það sem hann kallar nútímavistarband. Fyrirtæki sjái verkafólki fyrir húsnnæði en þar fylgi böggull skammrifi. Hann þekki dæmi þess að atvinnurekandinn skuldajafni húsaleigunni og launagreiðslum og sleppi þennig við að greiða í lífeyrissjóð. Þannig verði launamaðurrinn af réttindum sem honum beri lögum smkvæmt.

Í grein Sveins Elíasar segir m.a.:  "Fyrirtæki eins og Vísir í Grindavík hafa keypt heilu blokkirnar undir starfsfólk sem var flutt frá Húsavík, þegar fiskvinnsla var þar lögð niður. IKEA hyggst reisa nýjar íbúðir fyrir starfsmenn sína, kísilverið á Bakka við Húsavík er að reisa íbúðir þar fyrir starfsmenn og svo mætti eflaust lengi telja. Hver er hin raunverulega hugsun bak við þessar aðgerðir fyrirtækjanna?"

Síðar segir: "Samkvæmt þessu virðist það svo, (ég veit um dæmi þar sem þetta er gert) að vinnuveitandi sem einnig á húsnæði sem launamaðurinn býr í, getur skuldajafnað launum á móti leigu, sleppt því að greiða 8,5% mótframlag í lífeyrissjóð  sem  verður brátt 11,5% og 1,68% í mótframlag til stéttarfélsgs (sjúkra og orlofssjóðir) . Hér getur verið um umtalsverðar fjárhæðir að ræða, og við skulum taka eitt dæmi ..."

Greinin er hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/sveinn-elias-hansson-skrifar-vistarbandid-kemur-thad-aftur