Í morgunþátt þeirra Heimis og Gulla, Í Bítið á Bylgjunni, var mér boðið að ræða ferð sem ég tók þátt í ásamt tíu öðrum einstaklingum til Tyrklands í síðustu viku til að grafast fyrir um stöðu mannréttindamála þar í landi.. Slóð á samtal okkar er að finna hér: . . http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP52488
Hér á heimasíðunni hef ég gert grein fyrir för minni til Tyrklands í sendinefnd, sem skipuð er stjórnmálamönnum, núverandi og fyrrverandi, fræðimönnum, fréttamönnum og baráttufólki fyrir mannréttindum.
Birtist í Fréttablaðinu 16.02.17.. Íslendingar hafa gengið í gegnum ýmsar breytingar í húsnæðismálum. Hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hér á landi hærra en víðast hvar.
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru vel yfir 550 milljarðar á ári. Þessir ferðamenn gista á hótelum, borða á veitingastöðum, kaupa sig inn á söfn, fara í sund á sundstöðum og borga fyrir varning sem þeir hafa með brott af landinu - og þeir keyra um á vegunum.
Birtist í DV 10.02.17.. Stöðugt berast fregnir af nýjum fangelsunum í Tyrklandi, þar á meðal fangelsunum kjörinna fulltrúa, bæjarstjóra og þingmanna, úr röðum Kúrda.
Það kemur fyrir að ég lesi fyrir barnabörnin mín. Fyrir nokkrum kvöldum las ég fyrir dótturson minn ungan, ævintýri sem gerðist fyrir löngu síðan „lengst inni í Rússlandi" og fjallaði um malara og syni hans, töfrahestinn Glófaxa og ævintýri í konungshöllinni.