Fara í efni

SKYLDUMÆTING Í 100 ÁRA AFMÆLI!

Bakteria II
Bakteria II

Á fimmtudag, 14. desember,klukkan 15, heldur Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans upp á 100 ára afmæli sitt. Afmælisfundurinn verður haldinn í Veröld  - húsi Vigdísar en á hann er boðið heimsþekktum erlendum fræðimanni, Lance Price, prófessor við George Washington University í Bandaríkjunum og mun hann halda erindi um kjöt og sýklalyfjaónæmi.

Þau sem aðgang hafa að fésbók geta kynnt sér fundinn nánar hér:
https://www.facebook.com/events/327199304426971/

Dagskráin er:
15:00-15:05 Setning, fundarstjóri próf. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir
15:05-15:15 Stutt ágrip af sögu Sýkla- og veirufræðideildar, próf. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.
15:15-16:00 "Meat, trade and antibiotic resistant infections", próf. Lance Price, George Washington University.
16:00-16:15 Fyrirspurnir og umræður

Eftirfarandi er stuttur fyrirlestur sem Lance Price flutti á YouTube (Ted-X) um Factory farms, antibiotics and superbugs. https://www.youtube.com/watch?v=ZwHapgrF99A

Hér er fjallað um mál sem brennur á mörgum en ætti að brenna á öllum. Því er mikilvægt að við leggjum öll við eyrun þegar færustu vísindamenn heims á þessu sviði sækja okkur heim. Fyrir þá sem taka ákvarðanir um innflutning á hrárri og ferskri matvöru og einnig fjölmiðlafólk sem á að standa vaktina fyrir okkur, þykir mér þessi fundur vera skyldumætingarfundur. Hið sama má reyndar segja um okkur hin sem áhuga höfum á heilbrigði manna og dýra.

Um leið og ég óska Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til hamingju með afmælið tek ég ofan fyrir því fólki sem þar starfar og er óþreytandi að halda okkur upplýstum um staðreyndir sem ýmsir hagsmunaaðilar vilja helst þagga.