Addameer mun þýða samviska á arabísku. Þetta er jafnframt heitið á samtökum sem beita sér til varnar mannréttindum í Palestínu, einkum mannréttindum fanga.
Núverandi rekstraraðila Iðnó hefur verið sagt að taka pokann sinn því nú bjóðist nýir og spennandi kostir. Forsvarsfólk Reykjavíkurborgar hefur hins vegar ekki látið svo lítið að svara okkur sem höfum verið hæstánægð með núverandi rekstraraðila til margra ára og viljum fá að vita hvers vegna hún skal nú hrakin á brott.. . Að sögn mun tilboð nýrra rekstraraðila hafa þótt svo frábærlega gott að ekki hafi verið hægt að hafna því.
Eins og fram kom í ítarlegri og vandaðri umfjöllun Morgunblaðsins síðastliðinn mánudag mæltist þeim vel frummælendunum, Vilhjálmi Svanssyni, dýralækni og veirufræðingi við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Karli G.
Ánægjlulegt var að heimsækja verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík sl. föstudag og laugardag. Fyrri daginn hélt ég erindi um alþjóðlega viðskiptasamninga í fundarsal verkalýðsfélagsins undir heitinu Togstreita fjármagns og lýðræðis.
Í fréttatilkynningu frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar segir um fundinn á KEA: . . Sunnudaginn 9. apríl kl. 11-13 verður haldinn fundur á Hótel Kea Akureyri sem ber yfirskriftina: . „Innflutningur á ferskum matvælum - hver er áhættan?" . Á undanförnum misserum hafa verið nokkuð harðar deilur um hver sé áhættan af innflutningi á ferskum matvælum og hvort núverandi sjúkdómastaða sé einhvers virði.
Birtist í Fréttablaðinu 06.04.17.. Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermigaveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum.
Í Silfrinu í Sjónvarpinu um helgina var á meðal annars rætt um nýútkomna rannsóknarskýrslu Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og svikamylluna sem tengist íslenskum kaupendum og þýska bankanum Hauck und Afhäuser.