Einar K. Guðfinnson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins á erfitt þessa dagana. Það er mjög skiljanlegt í ljósi þess hlutverks sem hann hefur tekið að sér.
Skömmu eftir að jarðskjálftinn mikli í Suðaustur-Asíu olli hamfaraflóðbylgjunni sem leiddi til dauða og eyðileggingar í svo miklum mæli að annað eins þekkist varla í mannkynssögunni, ákvað ríkisstjórn Íslands að gefa 5 milljónir til styrktar fórnarlömbum flóðanna, upphæð sem var hækkuð í kjölfar gagnrýni VG.
Sá sem lætur ekki hjartað ráða för endar í blindgötu. Den der ikke bærer hjertet på vejen ender vejen blindt. (Lífssannindi úr suður-jóskum háskóla)Myndin hér að ofan er dæmigerð fyrir það sem sjá má víða í Palestínu.
Mordechai Vanunu hafði starfað við kjarnorkuáætlun Ísraels í 9 ár þegar hann ákvað árið 1985 að hefja baráttu gegn smíði Ísraelsmanna á kjarnorkuvopnum.
Í heimsókn okkar félaganna Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands og Borgþórs Kjærnested, fulltrúa félagsins Ísland Palestína, til Palestínu og Ísraels hittum við framan af einkum fulltrúa Palestínumanna og kynntumst hlutskipti þeirra, nokkuð sem hafði djúp áhrif á okkur eins og fram hefur komið í pistlum hér á heimasíðunni.
Í dag fara fram forsetakosningar í Palestínu og er myndin hér að ofan tekin á kosningamiðstöð undir kvöldið. Þótt yfirgnæfandi meirihluti Palestínumanna fagni tækifæri til að taka þátt í forsetakosningunum í dag eru tilfinningar engu að síður blendnar.
Í Þýskalandi nasismans var framinn einhver hrikalegasti glæpur mannkynssögunnar. Fórnarlömbin voru gyðingar, sem voru ofsóttir og myrtir milljónum saman – haldið í fangabúðum og sendir í gasklefa til slátrunar.