Helst held ég að auglýsingaráðgjafar Framsóknarflokksins hafi lamið á puttana á iðnaðar- og byggðamálaráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, eftir makalausa álræðu hennar á þingi Samtaka iðnaðarins í vikunni sem leið.
Fyrir nokkrum dögum velti ég vöngum yfir því hér á síðunni hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn skipaði iðulega menn til forráða í ríkisstofnunun sem sjálfir væru á móti ríkisrekstri.
Bandaríkjastjórn undir forsæti Bush forseta er söm við sig. Í krafti auðmagns og hervalds kemur hún til áhrifa hverjum einstaklingnum á fætur öðrum úr innsta kjarna bandarískra hægri sinnaðra ofstækismanna og heimsvaldasinna.
Röksemd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, fyrir að breyta Ríkisútvarpinu í markaðsstofnun/SF er að innihaldi til eftirfarandi: Þá losnar stofnunin við afskipti stjórnmálamanna; fólk eins og mig, það er að segja ráðherrann sjálfan.
Hér á lesendasíðunni var vakin athygli á þeirri nýskipan hjá dönsku ríkisstjórninni að birta öll tengsl sem ráðherrarnir hafa við fyrirtæki og fjármálastofnanir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kom fram í sjónvarpsfréttum og reyndi að sefa menn vegna reiði yfir hegðan meirihluta útvarpsráðs við ráðningu fréttastjóra útvarps.
Erindi á fundi SARK – Samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju 05.03.05. Ég var beðinn um að svara því á þessum fundi hvaða skýringar ég teldi vera á því að það virtist pólitískt viðkvæmt að ræða spurninguna um aðskilnað ríkis og kirkju.