Flestir virðast sammála um að illa hafi verið staðið að sameiningu Reykjavík Energy Invest (REI), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur og Geysis Green Energy.
Eignatilfærslur frá almenningi yfir til fjármálamanna í tengslum við einkavæðingu ríkiseigna á undanförnum árum hafa verið tröllauknar og hafa margir þar makað krókinn, jafnvel orðið milljarðamæringar og vilja nú ráðslagast ekki einvörðungu með íslenskt atvinnulíf heldur þjóðfélagið í heild sinni, menntun,listir, heilbrigðis – og umhverfismál.
Í fréttum Sjónvarpsins 2. október birtist viðtal við Höskuld Þórhallsson þingmann Framsóknarflokksins þar sem hann talar fyrir því að hraðað verði byggingu álvers á Bakka við Húsavík.
Í "no matter what“ ræðu sinni hjá Sjálfstæðisflokknum (sbr. hér) í síðustu viku sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að „ótrúlega miklir möguleikar“ væru framundan í heilbrigðiskerfinu og orkugeiranum.
Íslensku fulltrúunum á þingi PSI –Public Services Union – heimssamtökum starfsfólks í almannaþjónustu bar saman um hve fróðlegt og áhugavekjandi var að sækja þingið sem stóð alla undangengna viku.
Í dag hófst í Vínarborg 28. þing Alþjóðasamtaka starfsmanna í almannaþjónustu, Public Services International, sem um þessar mundir fagna 100 ára afmæli sínu.