Fara í efni

KVEÐJUR Á PÁSKUM


Í mínum huga eru páskar skemmtilegur tími. Almennt er fólk í fríi frá vinnu. Ekki má þó gleyma öllum þeim sem þurfa að standa vaktina fyrir okkur og ekkert fá fríið, hjúkrunarfólkið, löggæslan að ógleymdu verslunarfólkinu sem gert að standa sífellt lengri vaktir. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort heppilegra fyrirkomulag það er, þjóðfélag sem alltaf er opið þannig að ÉG geti ætíð notið alls þess sem það býður upp á eða á hinn bóginn lokað fyrir ýmsa þjónustu á stórhátíðum. Þarna þarf að sjálfsögðu að fara bil beggja . Hins vegar er ég hlynntur síðara fyrirkomulaginu, því fleiri í fríi því betra, jafnvel þótt það þýði einhverja takmörkun á þjónustu. Þetta er að mínum dómi samfélagsvænna fyrirkomulag: Stórfjölskyldan getur komið saman því fleiri í fríi en ella væri!
Yfir páskahátíðina dvelst ég í Englandi og sendi ég lesendum síðunnar mínar bestu kveðjur.