Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, birtist á sjónvapsskjá þegar RÚV kynnti "háar hugmyndir" um byggingu risavaxinnar einkarekinnar heilbrigðisstofnunar í Garðabæ.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar telur það vera sérstakt keppikefli að hnýta Ísland enn fastar inn í hernaðarbandalagið NAT'Ó.
Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík sagði í fréttum í kvöld að þótt Orkuveita Reykjavíkur yrði gerð að hlutafélagi þá yrði hún ekki seld á þessu kjörtímabili.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um síðastliðna helgi er athyglisvert. Það fjallar um stjórnarhætti í Rússlandi og þá sérstaklega undir Pútín núverandi Rússlandsforseta.
Birtist í Morgunblaðinu 27.08.07.Í Fréttaviðtali fyrir nokkrum dögum lýsti Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, á myndrænan og lifandi hátt hve gríðarmikill hagnaður Kaupþings banka hefði verið á síðasta ári í þjóðhagslegu samhengi.
Góður félagi og vinur Jón Ásgeir Sigurðsson er fallinn frá eftir skammvinn enn erfið veikindi. Eftirfarandi eru minningaroð sem ég skrifai um hann og birtust í Morgunblaðinu:Við fráfall Jóns Ásgeirs Sigurðssonar varð einni sameiginlegri vinkonu okkar að orði að þar hyrfi af vettvangi þjóðmálanna kröftugur maður.