Fara í efni

Greinar

AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ AFLEIÐINGAR EIGIN VERKA

AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ AFLEIÐINGAR EIGIN VERKA

Aldrei hef ég efast um heilindi Halldórs Blöndals, fyrrum alþingismanns, ráðherra og forseta Alþingis. Hann hefur ætíð unnið landi og þjóð af heilindum og samkvæmt bestu samvisku.
DÆMUM MENN AF VERKUM ÞEIRRA

DÆMUM MENN AF VERKUM ÞEIRRA

Í dag heyrðist nokkuð sérstæð frétt í útvarpi. Hlustendur fengu að heyra að Framsóknarmenn í Skagafirði hefðu ákveðið að beina því til flokks síns og Alþingis að ef þingmenn tækju upp á því að stunda nám jafnframt þingstörfum væri eðlilegt að kalla inn varamenn.
SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKUR Á FRJÁLSHYGGJU-STUTTBUXUM

SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKUR Á FRJÁLSHYGGJU-STUTTBUXUM

Heilbrigðisráðherra þjóðarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson kom fram í öllum ljósvaka-fjölmiðlum landsmanna í kvöld, að því er mér heyrðist, til að lýsa yfir stuðningi við brennivínsfrumvarp frjálshyggjudeildar Sjálfstæðis/Samfylkingarflokksins.
RÖK SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKS UM ÁFENGI: AF ÞVÍ BARA

RÖK SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKS UM ÁFENGI: AF ÞVÍ BARA

Nú gerist það í fimmta sinn að Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, ásamt samherjum í frjálshyggjudeildum flokka sinna, flytja lagafrumvarp á Alþingi um að færa áfengissölu inn í matvöruverslanir.
STÖNDUM VÖRÐ UM BARÁTTUFÓLK VERKALÝÐSINS

STÖNDUM VÖRÐ UM BARÁTTUFÓLK VERKALÝÐSINS

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur birt árlega skýrslu sína um mannréttindabrot og ofsóknir á hendur verkalýðshreyfingunni í heiminum.
GLEYMUM ALDREI EIGIN GLÆPUM!

GLEYMUM ALDREI EIGIN GLÆPUM!

Sænska friðarrannsóknarstofnunin TFF býður stöðugt upp á afar athyglisvert efni. Þess má geta að forstöðumaður þessarar stofnunar Jan Oberg kom hingað til lands fyrir fáeinum árum og flutti eftirminnilegt erindi í tengslum við ráðstefnu sem Vinstrihreyfingin grænt framboð efndi til.
ENIKAVÆÐINGIN FREISTAR

ENIKAVÆÐINGIN FREISTAR

Fyrir nokkrum dögum var útvarpsviðtal við Ástu Dís Óladóttur, forstöðukonu nýrrar deildar háskólans að Bifröst, sem mun sérhæfa sig í stjórnun innan heilbrigðisþjónustu.
ER LÝÐHEILSUSTOFNUN HÆTT AÐ SINNA HLUTVERKI SÍNU?

ER LÝÐHEILSUSTOFNUN HÆTT AÐ SINNA HLUTVERKI SÍNU?

Þórólfur Þórlindsson, nýr forstjóri Lýðheilsustöðvar, og Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður ræddust við í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.
LÍTIÐ GEFIÐ FYRIR LÝÐHEILSU

LÍTIÐ GEFIÐ FYRIR LÝÐHEILSU

Hafin er á Alþingi árviss mannréttindabarátta um að koma áfengissölu í matvöruverslanir. Að þessu sinni er það Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem reisir gunnfána baráttufólksins en um þá stöng halda samtals 17 þingmenn, þar á meðal Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
GUÐFINNA OG SKÖPUNARSAGAN

GUÐFINNA OG SKÖPUNARSAGAN

Á þingi Evrópuráðsins var fyrir nokkrum dögum fjallað um það sem á ensku er stundum kallað  Intelligent Design og ég hef þýtt sem Vitræn Hönnun.