Hef dvalist utan lands undanfarna daga. Fengið fréttir í síma, í gegnum sms, og í tölvupósti. Öll skilaboð hafa gengið út á eitt: Flott Svandís! Hún hafi talað máli okkar félagshyggjufólks eins vel og kostur er hvar sem hún hafi komið fram, hvort sem er í umræðum í Ráðhúsi eða í fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi eða blöðum.
Auðvitað eiga Íslendingar að taka þátt í uppbyggingarstarfi víðs vegar um heim og þá ekki síst í verkefnum sem við erum sérfróð um, svo sem á sviði jarðvarmavirkjana.
Ágæt umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um starfsmannaleigur á Landspítalanum. DV reið á vaðið með ítarlegri frásögn af því hvernig Landspítalinn hefur, það sem af er þessu ári, varið næstum eitt hundrað milljónum til að greiða starfsfólki sem ráðið er í gegnum starfsmannaleigur.
Birtist í 24 Stundum 31.10.07.Ýmsir hagspekingar hafa bent á að svo kunni að fara að evran komi inn í íslenskt hagkerfi án pólitískrar ákvörðunar: „Evran taki sig upp sjálf,“ einsog það var orðað á forsíðu Fréttablaðsins í byrjun vikunnar.
Birtist í Fréttablaðinu 29.10.07.Stjórnendur hjá ríkisstofnunum tóku nýlega þátt í könnun á eigin vegum, að því er mér skilst, þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeim bæri meiri völd til að ráðskast með réttindi og kjör starfsmanna.