Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands kom fram í fréttum í dag og kvað hann sér vera verulega brugðið að heyra hversu illa öryggismálum væri komið um borð í íslenskum bátum og skipum.
Ekki er séð fyrir endann á því ferli sem þáverandi ríkisstjórn setti af stað með því að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga með því skilyrði að einkaaðili keypti hlutinn.
Morðið á Benazir Bhúttó í Pakistan hefur, einsog við mátti búast, vakið heimsathygli. Hinn gamalreyndi fréttamaður og fréttaskýrandi, Bogi Ágústsson, var mættur á skjáinn í fréttatíma RÚV í kvöld með umfjöllun um atburðinn og líklegar afleiðingar.
. Á Íslandi hefur efnaleg misskipting aukist hröðum skrefum á undanförnum árum. Rök má færa að því að félagslegra áhrifa sé þegar farið að gæta og að við stefnum í átt að samfélagi mismununar á mörgum sviðum þjóðlífsins.