25.01.2009
Ögmundur Jónasson
Í landinu er stjórnarkreppa. Við blasa erfiðleikar sem jaðra við þjóðargjaldþrot. Afleiðingarnar verða hrikalegar!. Mörgu er um að kenna: Óheftri og skefjalausri markaðshyggju; gripdeildum fjármálamanna, siðlausri og óábyrgri stjórnarstefnu undangengin 18 ár undir leiðsögn Sjálfstæðisflokks í samstarfi við Alþýðuflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu.