
UM FRELSUN ORKUGEIRANS
25.09.2008
Hvað á þá að segja um nýjasta nýtt frá Samfylkingunni sem ég efast ekki um að skemmti einhverjum. Alla vega leiðarahöfundi Morgunblaðsins sem ekki á orð af hrifningu yfir þeirri tillögu Helga Hjörvars, Samfylkingaþingmanni að nú sé ráð að einkavæða einstakar orkuveitur og gera þær að fyrirtækjum undir handarjaðri fjárfesta á markaði: „Með því að frelsa þau úr opinberu eignarhaldi skapast grundvöllur fyrir orkuútrás...". Það er búið „frelsa" margan reksturinn á undanförnum árum.