Fara í efni

Greinar

EKKI ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐINN TAKK

EKKI ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐINN TAKK

Öll höfum við puttana krosslagða um að allt fari á illskársta veg með fjármálakerfi landsmanna. Illu heilli er innlendi hluti kerfisins samofinn fjárfestingarævintýrum sem taka til jarðkringlunnar allrar með endalausum krosstengingum innan lands og utan.. Nú er mikilvægt - það er lífsnauðsyn - að markvisst verði unnið að því að vinda ofan af þessum óheillavef sem flækt hefur þjóðina í mestu vandræði sem yfir hafa dunið í seinni tíð.
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR HEIM - EN AÐEINS GULLTRYGGÐIR

LÍFEYRISSJÓÐIRNIR HEIM - EN AÐEINS GULLTRYGGÐIR

Lífeyrissjóðirnir hafa svarað kalli ríkisstjórnarinnar um að þeir flytji hluta af eignum sínum, sem vistaðar eru í útlöndum heim til Íslands.
HORTUGIR SÖKUDÓLGAR

HORTUGIR SÖKUDÓLGAR

Almennt gera Íslendingar sér grein fyrir því að þeir verði að snúa bökum saman. Fjármálakrísan sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega af þeirri stærðargráðu að slíkt er lífsnauðsyn.  Hugsum í lausnum er krafa dagsins.
HRINDUM AÐFÖRINNI AÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI!

HRINDUM AÐFÖRINNI AÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI!

Menn ætluðu varla að trúa sínum eigin eyrum þegar Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni að til stæði að þrengja að Íbúðalánasjóði.
MBL  - Logo

BISNISMENN Á HVÍTUM SLOPPUM

Birtist í Morgunblaðinu 03.10.08.. Jóhannes Kári Kristinsson, einn eigenda læknastöðvarinnar Sjónlags, skrifaði mér opið bréf í Morgunblaðið.
ÚRRÆÐI - ÚRRÆÐALEYSI

ÚRRÆÐI - ÚRRÆÐALEYSI

Sláandi var munurinn á stjórn og stjórnarandstöðu í umræðum á Alþingi í gær um stefnuræðu forsætsiráðherra.
FIMM STAÐHÆFINGAR GEIRS

FIMM STAÐHÆFINGAR GEIRS

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Ræðan gerði margan manninn án efa hugsi.
24 stundir

EFLUM VARNIRNAR

Birtist í 24 Stundum 02.10.08.. Fjárlög voru kynnt í gær. Þar er að finna útgjaldalið upp á einn og hálfan milljarð til nýrrar „varnarmálastofnunar".
VERKALÝÐSHREYFINGIN: EKKI FRAMHALD Á ÓBREYTTU ÁSTANDI

VERKALÝÐSHREYFINGIN: EKKI FRAMHALD Á ÓBREYTTU ÁSTANDI

Ráðstöfun 84 milljarða króna til að koma í veg fyrir að Glitnir verði gjaldþrota hljóta að fylgja skilyrði.
RÍKISSTJÓRNIN TEKUR Á VANDANUM - Í SÝNDARGRÆJUM

RÍKISSTJÓRNIN TEKUR Á VANDANUM - Í SÝNDARGRÆJUM

Ríkisstjórn Íslands hefur verið önnum kafin - eða þannig. Ingibjörg Sólrún segir gífurlega vinnu (og þá væntanlega einnig fjármagn, les:skattfé) hafa farið í að reyna að tryggja okkur sæti í Öryggisráði Samerinuðu þjóðanna.