Í kvöld klukkan 20 gangast tveir einstaklingar, þeir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og Davíð Á Stefánsson, bókmenntafræðingur, fyrir opnum fundi í Iðnó í Reykjavík.
Ráðandi öfl í þjóðfélaginu reyna nú að slá skjaldborg um valdakerfið í landinu. Nú má ekki tala um sökudólga og sem allra minnst um það sem farið hefur úrskeiðis.
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið uppteknir við það í fjölmiðlum að undanförnu að finna leiðir til að gera sem minnst úr pólitískri ábyrgð á þjóðarþrengingum okkar Íslendinga.
Er ekki rétt að við förum að beina sjónum okkar að þeim sem bera hina pólitísku ábyrgð á efnahagshruninu - mestu óförum íslensku þjóðarinnar í manna minnum? Að þeim sem skópu lögin, klöppuðu upp stemninguna, mærðu ruglið, voru meðvirk í braskinu og beinlínis blekktu þjóðina? . Rauða spjaldið hunsað . . Ekki svo að skilja að ábyrgð stjórnenda bankanna og fjástingargamblaranna sjálfra eigi að liggja á milli hluta.
Krafa útifundar á Austurvelli í dag gekk út á að rjúfa þögn ráðamanna og aflétta þeirri leynd sem hvílir yfir samningaviðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Forsíðufréttin í Fréttablaðinu á sunnudag var í sjálfu sér ágæt. Þar segir að tekjur ríkisins af starfsemi stærstu bankanna í ár verði að öllum líkindum innan við 12 milljarðar en hafi numið nærri 37 milljörðum í fyrra.