Fara í efni

JÁKVÆÐAR YFIRLÝSINGAR BHM

Það var ánægjulegt að sitja fund með trúnaðarmönnum launafólks innan raða háskólamanna í BHM í vikunni.
Og ég neita því ekki að það gladdi mjög hjarta mitt að heyra yfirlýsingar formanns BHM og annarra forsvarsmanna bandalagsins á fundinum og í kjölfar hans. Þar áréttaði ég að allt tal um lækkanir á kjarasamningsbundnum kjörum launafólks - einsog pólitískir andstæðingar hafa gert skóna að ég sé sérstakur áhugamaður um!!! -   væri út í hött.
Þegar talað væri um þessi mál af minni hálfu þá hafi ég alltaf sagt að sú hætta væri fyrir hendi við skipulagsbreytingar, svo sem á vaktakerfum, að kjör einhverra hópa rýrnuðu. Þá væri mikilvægt að hafa tvennt í huga. Annars vegar að verkstjórendur hefðu náið samráð við starfsfólk um skiulagsbreytingarnar  og hins vegar að lægst launaða fólkinu og millitekjuhópum yrði hlíft eins og nokkur kostur væri.
Framast öllu ætti að koma í veg fyrir að fólk missti vinnu sína.
Síðan væri hitt, að kjarajöfnun ætti að fela það í sér að standa vörð um launataxtafólkið sem ekki væri ofhaldið en að hátekjuverktakaranir,  sem taka til sín milljónir á mánuði - jafnvel fyrir hlutavinnu - yrðu teknir niður á jörðina til okkar hinna.
Þetta féll í góðan jarðveg hjá samherjum mínum í hreyfingu launafólks til margra ára. Það kom mér ekki á óvart en yljaði mér um hjartrætur sem áður segir.
Sjá nánar:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/16/trunadarmenn_bhm_leitudu_skyringa_hja_radherra/