Fara í efni

ÞÖRF LESNING FYRIR AGS, GYLFA OG BJARNA


Allsérstæð umræða hefur farið fram að undanförnu um samhengið á milli ofurvaxta Seðlabankans og niðurskuðrar á ríkisútgjöldum. Þannig hefur komið fram að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrsissjóðsins hafa ákaft varað við vaxtalækkkunum og viljað áður að ríkissjórnin sannaði að hún væri "trúverðug" við að beita niðurskurðarsveðjunni. Undir þetta sjónarmið hefur formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tekið og í síðustu viku einnig prófessor við Háskóla Íslands,  Gylfi Zoega. Fleiri hafa kvatt sér hljóðs til að tala fyrir þessari undarlegu hagfræðikenningu einsog ég hef vikið að hér á síðunni, sbr. https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-sedlabankinn-ad-thjona-folki-eda-fjarmagni
Það er mikil ábyrgð að taka að sér það hlutverk að réttlæta ofurvextina sem eru að keyra fjölmörg fyrirtæki og heimili á kaf og nota vaxtaskrúfuna síðan sem keyri á stjórnvöld til að skera niður. Nákvæmlega það gerir fyrrnefnd hersing.
Allt þetta samhengi hlutanna var til umræðu á nýafstöðnu þingi EPSU, European Public Servises Union, en það eru Evrópusamtök starfsfólks í almannaþjónustu. Þar kom fram sú einarða afstaða að efling almannaþjónustu væri lykilatrið við lausn efnahagskreppu.
Á vefsíðu BSRB er frásögn af þingi EPSU, sem væri þörf lesning fyrir þá sem telja það vera forsendu vaxtalækkunar að skera ríkisútgjöld niður við trog. Þar segir m.a.. : Þing EPSU gagnrýndi jafnframt harðlega stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart þeim löndum Evrópu sem þurft hafa að leita á náðir hans. Sú stefna, sem nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur skilyrt lán sín því að lánþegar dragi úr framlögum til almannaþjónustunnar og öðrum útgjöldum hins opinbera. ...http://www.bsrb.is/erlent/nr/1524/