Um nýliðna helgi var Guðmundur Magnússon kjörinn nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands. Guðmundur er gamall baráttujaxl, sem býr yfir mikilli reynslu í félagsmálum.
Elín Björg Jónsdóttir hefur verið kjörin nýr formaður BSRB. Hún hefur verið starfandi lengi innan bandalagsins, verið í framvarðarsveit og gegnt ótal trúnaðarstörfum.
Á dauða mínum átti ég von en ekki málflutningi Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í dag veist að þeim innan VG sem helst hafa haldið uppi gagnrýni á Ivcesave samninginn.