Birtist í DV 25.01.10.. Einhvern veginn finnst mér að lesendur DV eigi annað og betra skilið í umfjöllun um Icesave en greinar blaðamannanna Jóhanns Haukssonar og Vals Gunnarssonar á undanförnum vikum.
Á eyjunni er vakin athygli á því að Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður vilji "að sérstök rannsóknarnefnd verði skipuð til að upplýsa um aðdraganda og ástæður þess að Ísland var á lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak vorið 2003." http://eyjan.is/blog/2010/01/26/kristinn-vill-rannsoknarnefnd-til-ad-upplysa-um-studning-islands-vid-innrasina-i-irak-2003/. Gott er að finna fyrir stuðningi Kristins H.
Í kvöld var frumsýnd kvikmynd Gunnars Sigurðssonar og félaga um "hrunið", Maybe I should have. Gunnar var einn aðalgerandi í Búsáhaldabyltingunni síðastliðinn vetur - skipulagði fjölda borgarafunda og kom víða við sögu - og er kvikmyndin hans sýn á atburði sem byltingunni tengdust svo og það þjóðfélagsástand sem hún er sprottin upp úr.
Ég er sannfærður um að fyrir fjörutíu árum hefðu hægri sinnaðir handhafar peningafrjálshyggjunnar ekki komist upp með sín verstu verk á undangengnum árum.
Silfur Egils var fjölbreytt einsog oft áður og bauð upp á margt ákaflega umhugsunarvert og fréttnæmt. Fram kom að Lilja Mósesdóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, ætlar að kalla Fjármálaeftirlitið fyrir nefndina í vikunni til að ganga eftir því hvernig aðhaldi er beitt af þess hálfu gagnvart mismunun í fjármálaheiminum.