
LOFSVERT FRAMTAK GUNNARS SIGURÐSSONAR
20.01.2010
Í kvöld var frumsýnd kvikmynd Gunnars Sigurðssonar og félaga um "hrunið", Maybe I should have. Gunnar var einn aðalgerandi í Búsáhaldabyltingunni síðastliðinn vetur - skipulagði fjölda borgarafunda og kom víða við sögu - og er kvikmyndin hans sýn á atburði sem byltingunni tengdust svo og það þjóðfélagsástand sem hún er sprottin upp úr.