Bragi Björnsson skátahöfðingi , sagði í ræðu við hefðbundna skátamessu í Hallgrímskirkju í dag, sumardaginn fyrsta, að þegar hann héldi á vit náttúrunnar í útilegum sumarsins hyrfu allar áhyggjur sem dögg fyrir sólu enda væri bjartsýninni tjaldað.
Rannsóknarskýrslan sem birt var í dag er mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Hún er söguleg heimild og frá sjónarhóli efnahags- og stjórnmála hefur hún að geyma alvarleg varnaðarorð sem enginn getur leyft sér að horfa fram hjá.
Birtist í Fréttablaðinu 11.04.10 . Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs.
Á morgun verður birt skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis. Lögreglan segist verða í viðbragðsstöðu, biskup þjóðkirkjunnar hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslunni og láti liggja frammi í safnaðarheimilum.