
EINKAVINAVÆÐING BANKANNA MUN ALDREI FYRNAST
14.02.2010
Í umræðunum um lög um Rannsóknarnefndina sem kannar aðdraganda bankahrunsins var rætt um verksvið nefndarinnar. Minnti ég þá á það að þegar nefndin tæki til starfa þyrfti hún að horfa til umræðunnar á Alþingi um lögin því hún endurspeglaði vilja þingsins.